Morgunskokk í Seattle

Ég var búin að lofa myndabloggi frá morgunskokkinu í Seattle. Fór tvisvar sinnum út að skokka þar, þegar ég gisti hjá Julie vinkonu, og fór alveg æðisleg leið, ca 5 km. Leiðin var reyndar svolítið erfið, því það þurfti að fara niður brattan stiga + brekkur á leiðinni á ströndina, sem þýddi að í lokin þurfti að klöngrast upp aftur, sem var eiginlega meira fjallganga en skokk. Fékk meira að segja strengi eftir fyrra skiptið, vegna  þess að álagið var öðruvísi á lappirnar vegna brattans. En hér koma nokkrar myndir:

Sú fyrsta er tekin áður en ég lagði af stað. Fór af stað kl. 06.30… ég sem nenni aldrei út að skokka snemma á morgnanna. En tímamismunurinn vann með mér þannig að ég var orðin útsofin um sex leytið og dreif mig því út um leið og birti.

Sjálfsmynd, tekin rétt áður en ég lagði af stað frá húsinu hennar Julie vinkonu (gráa húsið í baksýn)

Sjálfsmynd, tekin rétt áður en ég lagði af stað frá húsinu hennar Julie vinkonu (gráa húsið í baksýn)

Á leiðinni niður brekkunna í átt að ströndinni.

Á leiðinni niður brekkunna í átt að ströndinni.

Komin niður á strönd

Komin niður á strönd

Þessi hluti var sérstaklega skemmtilegur. Brú og lítil tjörn.

Þessi hluti var sérstaklega skemmtilegur. Brú og lítil tjörn.

Klöngrið upp í lokin.

Klöngrið upp í lokin.

Eins fínt og það er að skokka í Borgarnesi, þá verður ég stundum pínu leið á því að hlaupa Borgarbrautina fram og til baka, þannig að það var alveg frábært að komast í aðeins annað umhverfi.

Ég var líka nokkra daga í San Francisco í þessu ferðalagi, en var mest inni við á ráðstefnu og komst ekkert út að hlaupa. Var líka staðsett inni í miðbæ og kannski ekki spennandi að hlaupa um þar. Þannig að ég lét mér hlaupabrettið í hótel „gyminu“ duga. Dreif mig einu sinni þangað…. en svo leið alveg heil vika sem ég hreyfði mig ekki neitt. Matarræðið var ekkert sérstakt heldur þessa daga, allt oft gripið í kaffi og sætabrauð á Starbucks, til að ná sér í fljótlega orku milli fyrirlestra, þannig að ég kom heim frekar þreytt og þvæld þrátt fyrir þessa dásamlegu daga í Seattle í fyrri hluta ferðalagsins. Í dag dreif ég mig svo 3,5 km á hlaupabrettinu á  Bifröst og mikið var það dásamlegt að hreyfa sig aðeins aftur. Ætlaði ómögulega að nenna, en ég veit það af fyrri reynslu að það skiptir máli að drífa sig sem fyrst af stað aftur ef tekin er pása.

Framundan er að koma sér aftur í takt, bæði hvað varðar hreyfingu og að koma matarmálum í betri rútínu. Nú þegar fer að vora fer almenningshlaupunum að fjölga og ég stefni á 5 km í Flóahlaupinu næsta laugardag, 7 km í Icelandair hlaupinu 2. maí og svo vonandi 10 km í einhverju þeirra hlaupa sem verða í boði í Reykjavík í lok maí.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Ferðalög, Hlaup. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Morgunskokk í Seattle

  1. Ég læt mig einmitt dreyma um hlauparúntinn minn í Noregi, það er svo dásamlegt. Hlakka til að hlaupa með þér Auður í vor og sumar 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s