Síðasti Flandraspretturinn….

…var á fimmtudaginn (21. mars). Ég tók þátt og kom í mark rétt undir 34 mínútum (33.59) og bætti þar með tímann minn frá því fyrir fjórum vikum síðan um 37 sekúndur. Hér kemur yfirlit yfir tímana í öll skiptin fjögur sem ég tók þátt:

20. des 2012: 35,57

17. jan 2013: 35,19

21. feb 2013: 34,36

21. mars 2013: 33,59

Samtals rétt tæplega tveggja mínútna bæting síðan í desember. Mér finnst það nú ganga frekar hægt að ná upp hraða, en að sama skapi er ég ánægð með að bætingin sé jöfn og þétt (þó hún sé ekki í stórum stökkum). Ég hafði sett mér það markmið að bæta 5 km tímann í Fossvogshlaupinu frá því í lok ágúst 2012 (33,57) en það tókst ekki. Munaði samt litlu, hefði ekki þurft að hlaupa nema 3 sekúndum hraðar á fimmtudag.

Annars var hlaupið á fimmtudag aðeins skrýtið og það var eiginlega ekki fyrr en daginn eftir sem ég fattaði að ég hefði bætt tímann minn. Voru frekar fáir mættir og ekki eins góð stemmning (fannst mér) fyrir hlaupið og stundum áður. Ég var líka sjálf frekar tætt innra með mér eftir vinnustress dagana á undan. Svo var hlaupið af stað, og þá tókst mér ágætlega að gleyma öllu öðru og fókusera bara á hlaupið. Ég einbeitti mér að því að halda jöfnum hraða, fór aðeins hægar af stað fyrstu 1-2 kílómetrana en síðast, og átti þá meira inni síðari hlutann. Var rétt á eftir öðrum hlaupara mestalla leiðina, fór svo fram úr þegar var rúmum kílómetri eftir og fór rösklega upp síðustu brekkuna. En það þýddi að það var lítil orka eftir fyrir endasprett niður brekkuna síðustu 200 metrana og ég missti því viðkomandi aftur fram úr mér á síðustu metrunum.

Eitt sem var að plaga mig var að eftir ca 2 km komst pínulítill steinn í vinstri skóinn, við hælinn. Þetta var eiginlega bara stórt sandkorn, truflaði mig ekki mikið, en samt seiðingur sem fór smátt og smátt að breytast í sársauka. Lét mig samt hafa það að hlaupa bara áfram… tímdi ekki að missa 20-30 sekúndur við að brasast við að taka steininn burt. Slapp með smá blöðru en fíni hlaupasokkurinn er ónýtur… steininn búinn að mynda stærðarinnar gat á hælnum.

Eftir hlaupið var verðlaunaafhending fyrir stigakeppni í hlaupaseríunni í heild og það var gaman að útdeila verðlaununum til allra þessara duglegu hlaupara, sem sumir voru búnir að mæta í öll sex hlaupin í vetur.

Ég held að mér hafi fundist febrúarhlaupið skemmtilegast. Þá voru margir mættir, bæði til að hlaupa og fylgjast með, og gleði og kátína í loftinu. Mikil stemmning í heita pottinum á eftir. Desemberhlaupið var líka mjög skemmtilegt, þegar við vorum með litlu jól í Landnámssetrinu eftir jólin. En í heildina var þessi hlaupasería mjög vel heppnuð og hjálpaði svo sannarlega við að halda manni við efnið í vetur.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Markmið. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Síðasti Flandraspretturinn….

  1. Mér fannst hálf ömurlegt að vera ekki á svæðinu í síðasta sprettnum. Gaman að lesa um þína upplifun og já ég er sammála þér að stemmingin í hlaupunum skiptir miklu máli, samvera í pottinum o.s.frv. Finn það vel núna þegar ég er búin að vera frá í einn og hálfan mánuð hvað hópurinn skiptir miklu máli. Hlakka til að mæta á æfingar hér eftir og hlakka til að hlaupa með þér Auður 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s