Janúaruppgjör

Þegar markmið eru sett þarf að halda fókus og fylgjast með hvort stefni í rétta átt. Hér kemur uppgjör janúarmánuðar:

* Skokkaði samtals 83,2 km, sem er er einmitt ca 1/12 af 1000 km

* Hljóp Flandrasprett á 35,19, sem var hraðar en í desember en ca 1 og 1/2 mínútu lengur en 5 km tíminn minn í lok ágúst 2012. Þannig að allt í rétta átt, en ekki enn búin að ná markmiði ársins varðandi 5 km tíma (enda bæði febrúar- og mars Flandrasprettir enn eftir ;-))

* Fór í tvo Pilatestíma og stefni því að halda því áfram vikulega eitthvað fram á vorið

* Var ágætlega dugleg að stunda hugleiðslu og „kippa mér til baka“ ef að stress og streita fór að flækjast of mikið fyrir mér. Fór m.a. á eitt hálfs dags námskeið í Lótushúsi í janúar.

* Matarræði…. var ekkert sérstakt í janúar…. náði einhvernvegin ekki almennilegum fókus hvað það varðar.

Í heildina: Ánægð með mánuðinn en samt heilmikið rými til að bæta sig. Sérstaklega hvað varðar matarræðið, þar sem mig langar að reyna að leggja meiri áherslu á allan holla og góða matinn sem ég vil borða, frekar en að vera sífellt að hugsa um hvað ég þarf að passa mig á að sleppa.

Og í þeim anda þá tók ég mig til í gærkvöldið og gerði tvær uppskriftir af vefsíðunni Heilshugar:

1. Kaldur jógúrt – hafragrautur . Borðaði helminginn í morgunmat í  morgun. Mjög gott á bragðið og góð tilbreyting frá venjulegum hafragraut.

2. Bananapróteinstangir. Sleppti reyndar bæði próteininu og rúsínum. Stangirnar urðu aðeins klístraðar hjá mér, en ágætar á bragðið og gott að grípa sem millimál.

Hér koma að lokum tvær myndir sem sýna annars vegar efnið sem ég notaði í bananastangirnar, og hins vegar hvernig þær litu út tilbúnar.

Banani, döðlur, hnetur, hnetusmjör og haframjöl.

Banani, döðlur, hnetur, hnetusmjör og haframjöl.

Svona líta stangirnar út þegar þær eru tilbúnar. Namm, namm :-)

Svona líta stangirnar út þegar þær eru tilbúnar. Namm, namm 🙂

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Janúaruppgjör

  1. Þetta er glæsilegt hjá þér Auður, er alveg á sama stað varðandi mataræðið, þarf að bæta mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s