Fyrstu vikur ársins…

Vilborg pólfari skíðaði „í mark“ á Suðurpólnum þann 17. jan eftir 60 daga á ferðalagi. Ótrúlega flott afrek hjá henni. Sjálf hljóp ég 5 km í Flandraspretti sama dag og var 35 mín og 19 sek á leiðinni, eða um 38 sekúndum fljótari en ég var á sömu leið fjórum vikum fyrr. Mitt „afrek“ var talsvert mikið minna í sniðum. Tengingin þarna á milli er því lítil, en þó einhver, því það að fylgjast með Vilborgu var hvatning fyrir mig til að láta ekki vetrarveður eða skammdegi koma í veg fyrir útihlaupin. Af þeim 60 dögum sem hún var að ganga á Pólinn fór ég út að skokka 28 daga, og samtals hreyfði ég mig eitthvað (út að skokka, ganga, jóga eða önnur hreyfing lámark 30 mínútúr), í um 45 daga af þessum 60.

Er annars nokkuð ánægð með hreyfingu þessar fyrstu vikur ársins. Búin að skokka rúma 60 km það sem af er janúar og er aftur farin að ráða við aðeins lengri hlaup, þar sem ég virðist nokkurn vegin búin að ná mér af nárameiðslunum. Fann ekkert fyrir þeim eftir Flandrasprettinn um daginn, og á laugardag fór ég 10 km og fann ekkert fyrir þeim þá heldur. Mjög ánægð með það og mikill léttir að finna að þetta sé ekki lengur að halda aftur af mér.

Í síðustu viku prófaði ég svo Pilates og ætla aftur nú á miðvikudaginn. Hef líka staðið mig vel í hugleiðslu og finn hvað er gott að byrja daginn á nokkrum mínútum í þögn og ró. Er enn að vinna í þessu með matarræðið. Finnst það alltaf erfiðast. Á nokkra góða daga, en svo um leið og koma dagar þar sem er mikið að gera, mikil streita eða annað sem kemur mér úr jafnvægi þá er þetta það fyrsta sem reynir á. Hver hefur sitt viðfangsefni að glíma við, og þetta er mitt.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s