Frábær Flandrasprettur

Þriðji Flandraspretturinn var í kvöld og sá fyrsti sem ég gat tekið þátt í. Þetta er hlauparöð sem skipulög er á vegum hópsins í vetur, samtals sex 5 km hlaup, alltaf þriðja fimmtudag í mánuði, tímabilið okt-mars.

Ég var hálf stressuð yfir þessu hlaupi í dag. Vissi að ég yrði pottþétt mun lengur en ég var í 5 km hlaupi í lok ágúst, vegna meiðslanna sem komu upp í haust (og eru ástæða þess að ég gat ekki tekið þátt í Flandraspretti 1 og 2) og hef enn smá áhyggjur af því að tognunin taki sig upp aftur. En mig langaði að fara og sé ekki eftir að hafa drifið mig. Var síðust í mark af 29 hlaupurum, en var samt bara ánægð með mig. Var tæpar 36 mínútur (tveimur mínútum lengur en í ágúst), sem var satt að segja heldur betra en ég átti von á (var búin að stefna að því að vera a.m.k. undir 37 mínútum). Og þó ég hafi fundið vel fyrir náranum, sérstaklega síðustu 2 kílómetranna, þá var hann alveg til friðs og er ekki að angra mig neitt eftir hlaupið. Ég tók ágætlega á því, án þess þó að vera að pína mig eitthvað svakalega, og fannst gaman allan tímann. Það er mikilvægast 🙂

Er ánægð með hvað margir tóku þátt. Jafnmargir og í fyrsta hlaupinu í október og tíu fleiri en voru í nóvember hlaupinu. Hlauparar bæði frá Reykjavík og Hólmavík mættu á svæðið í viðbót við þau okkar búsett í Borgarbyggð. Mjög skemmtilegt. Á eftir var svo kakó og döðlukaka á Landnámssetrinu. Góð kvöldstund og ég held ég eigi eftir að sofa vel í nótt. Þægilega þreytt í líkamanum.

Auður, Stefán og Sigga Júlla, stofnendur Flandra, á Landnámssetrinu eftir Flandrasprett 3

Auður, Stefán og Sigga Júlla, stofnendur Flandra, á Landnámssetrinu eftir Flandrasprett 3

 

 

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s