Sex dagar í skuld

Ég stóð mig ágætlega í hreyfingarátakinu fyrstu 17 dagana. Tímabilið 19.11-5.12 hreyfði ég mig sem sagt a.m.k. 30 mínútur á dag. Fór yfirleitt að skokka 3-4 x í viku en fór í göngutúra hina dagana og stöku sinnum í jóga. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Eins og svo oft áður var það annríki í vinnunni sem kom rútínunni úr jafnvægi. Síðustu tvær vikur hefur sem sagt verið alveg fáranlega mikið álag á þeim vettvangi sem gerði það að verkum að nú um helgina hefur mér liðið einhvernvegin svona:

Nú er mesta hrinan liðin hjá og kominn tími til að huga að sjálfri sér og heilsunni aftur. Heitbindingin var að hreyfa sig í 30 mínútur eða lengur á hverjum degi á meðan Vilborg Arna gengur á Suðurpólinn. Til að forðast að þetta yrði enn eitt markmið sem myndi bara „gufa upp“ um leið og annað í lífinu tæki yfir, þá ákvað ég líka að ég myndi borga 500 krónur í áheitasöfunina hennar í Lífssporinu fyrir hvern dag sem ég myndi ekki ná að hreyfa mig. Nú eru dagarnir sem sagt orðnir sex sem ég hef ekki náð 30 mínútna hreyfingu:

Fimmtudagurinn 6. des – Engin hreyfing (Var að vinna fram til átta og síðan beint í saumó)

Föstudagur 7. des – 4 km skokk í Reykjavík

Laugardagur 8. des – 6,5 km skokk með Flandra

Sunnudagur 9. des – Engin hreyfing (Þreytt)

Mánudagur 10. des – Flandri; ca 4 km skokk

Þriðjudagur 11. des – Engin hreyfing (kom heim úr vinnu ca 19.30)

Miðvikudagur 12. des – 2,4 skokk (Hrafnaklettshringur)

Fimmtudagur 13. des – Engin hreyfing (þreytt)

Föstudagur 14. des – Náði að skjóta inn 15 mínútum á hlaupabretti + teygjum eftir misserisvarnir og fyrir jólahlaðborð (alveg á mörkunum að þetta teljist með en samt betra en ekkert!)

Laugardagur 15. des – Engin hreyfing (þreytt)

Sunnudagur 16. des – Engin hreyfing (Ennþá þreytt)

Sem sagt: Samtals sex dagar sem ég hef ekki náð lágmarkshreyfingu miðað við það sem lagt var upp með og ég í 3000 króna skuld. Heppin ég að skuldin fer í að styðja við gott málefni 🙂

En það er engin ástæða til að gefast upp. Á morgun byrjar ný vika. Stefni á að skokka á morgun, labbitúr á þriðjudag, rólegt skokk eða sund á miðvikudag og svo er það Flandraspretturinn á fimmtudag.

 

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Sex dagar í skuld

  1. Hrefna Hjálmarsdóttir sagði:

    Batnandi konu best að lifa.

  2. Þú massar þetta Auður 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s