Hreyfing í skammdeginu

Í síðustu færslu sagði ég frá því að ég hefði gert samning við sjálfa mig um að hreyfa mig að lágmarki 30 mínútur á dag Vilborgu suðurpólsfara til heiðurs (og sjálfri mér til gagns og gamans). Ágætt að nota þessa bloggsíðu til að minna sig á og halda sig við efnið.

Fyrsti göngudagur hjá Vilborgu var mánudaginn 19. nóvember. Þann dag fór ég á hlaupaæfingu hjá Flandra og skokkaði í ca 35 mínútur. Þar ákváðum við í sameiningu, ég og Sigga Júlla, sem einnig er í hlaupahópnum (sjá hér), að setja okkur það markmið að hreyfa okkur daglega á meðan á göngu Vilborgar stæði. Það besta við þessa áætlun er að gangan á sér stað einmitt yfir dimmasta tíma ársins, þegar ég á erfiðast með að hafa mig af stað. Henni verður væntanlega lokið í febrúar. Þá verður aftur farið að birta og auðveldara að halda sig við efnið í hreyfingu án þess að grípa til stórtækra aðgerða. Finn að það hvetur mig áfram að hugsa um þessa duglegu konu og fylgist spennt með á hverjum degi hvernig gengur hjá henni.

Ég sem sagt stóð við þá hreyfingaráætlun sem ég setti mér í síðasta bloggi, skokkaði þá daga sem ég ætlaði mér og fór í 30-60 mínútna göngutúra hina dagana. Stundum líka í smá morgunjóga. Fimmtudaginn 22. nóvember skokkaði ég 5 km á Flandraæfingu, sem er lengsta vegalengdin sem ég hef farið eftir tognun. Gekk vel og mér leið vel á eftir, en svo fann ég aðeins fyrir náranum næstu tvo daga á eftir, og fór því mjög hægt og varlega þegar ég fór næst út að skokka á laugardegi. Jafnaði mig fljótt og fann ekkert fyrir þessu í mánudagsskokkinu (fór þá 4 km).

Síðastu sex daga hef ég reyndar verið á Hólmavík, þar sem ég dvaldi í fræðimannaíbúð við skrif. Var svo heppin að veðrið var gott allan tímann sem ég var þar og því dásamlegt að taka sér pásu yfir miðjan daginn og skokka nokkra kílómetra eða fá sér hressilega kvöldgöngu. Þá daga sem ég var þar skokkaði ég annan hvern dag en fékk mér göngutúr hina dagana. Í dag hljóp ég svo aftur 5 km á Flandraæfingu.

En sem sagt… það gengur bara vel og mér finnst ég vera heldur léttari í lund þessa síðustu daga en oft á þessum árstíma.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s