50 dagar…

Ný áskorun hefur litið dagsins ljós. Í stað þess að leggjast í værð og hreyfingarleysi í skammdeginu ætla ég að heita á sjálfa mig að hreyfa mig í 30 mínútur hið minnsta á hverjum degi í 50 daga (frá og með deginum í dag). Hugmyndin er innblásin af þessari ótrúlegu konu hér, sem ætlar sér að ganga ein á Suðurpólin á 50 dögum. Öll hreyfing telst með, bæði skokk, sund, styrktaræfingar, göngutúrar, jóga og annað sem til fellur (líka snjómokstur ef á þarf að halda 😉 ).

Ég er þegar búin að heita 1500 krónur á hana Vilborgu Örnu, en hún er að safna áheitum fyrir LÍF styrktarfélag. Til að veita sjálfri mér aðhald í minni áskorun, þá lofa ég að heita á hana 500 krónum í viðbót fyrir hvern þann dag sem ég uppfylli ekki markmiðið – svo framarlega sem hún heldur áfram í sinni göngu.

Þetta er nú auðvitað mest til gamans gert, en ég hef verið að leita mér að einhverri skemmtilegri hvatningu til að halda áfram að hreyfa mig og láta ekki skammdegið stoppa mig. Dáist að henni Vilborgu (sem ég þekki ekki neitt), ekki bara fyrir að þora að fara í svona ferð, heldur líka hversu vel hún er undirbúin að nálgast verkefnið af mikilli fagmennsku. Þannig að mér fannst við hæfi að sækja mér innblástur til þessarar hugrökku konu.

Ég hef eiginlega alltaf tekið mér hlé frá hreyfingu í 2-3 mánuði yfir dimmasta árstímann, en nú langar mig að prófa hvort ég geti ekki breytt því. Og mig langar að athuga hvort ég upplifi skammdegið með öðrum hætti ef ég hreyfi mig reglulega í gegn um þetta tímabil.

Hér kemur planið fyrir næstu daga:

Mánudagur (í dag): 40 mínútna hlaupaæfing með Flandra

Þriðjudagur: Morgunjóga (20 mínútur) + kvöldganga (30 mín)

Miðvikudagur: Hlaupabretti (15 mín) + styrktaræfingar í tækjasal (45 mín)

Fimmtudagur: 40 mínútna hlaupaæfing með Flandra

Föstudagur: Klukkutíma göngutúr (Hólmavík)

Laugardagur: Helgarskokk (Hólmavík) – a.m.k. í 30 mín, lengur ef nárinn þolir það

Svo bíð ég bara spennt að sjá hvernig gengur.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt undir Hlaup, Hreyfing. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við 50 dagar…

  1. Hrefna Hjálmarsdóttir sagði:

    Þetta er alveg til fyrirmyndar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s