Lengsta hlaup sumarsins

Mér finnst gaman að hlaupa langt. Veit ekki alveg hvað það er, en það er einhver tilfinning sem ég fæ við lengri hlaup sem ég upplifi ekki í styttri vegalengdum. Bæði eftir slík hlaup og líka þegar ég er að hlaupa, síðari helminginn í lengri hlaupum. Þegar líkaminn er orðinn vel heitur…. fæturnir halda áfram að hreyfast í einhverjum ósjálfráðum takti og hugurinn hreinsast. Lengd er auðvitað afstæð, þannig að það sem mér finnst langt getur verið smáspotti fyrir annan (og öfugt). Og það sem er langt fyrir mig í dag getur verið stutt á morgun.

Fyrir um tuttugu árum var ég í æfingahóp sem æfði bæði hlaup, sund og hjól. Einu sinni í viku voru æfingar þar sem var hlaupið langt og þetta ár sem ég æfði með hópnum hljóp ég þónokkuð oft vegalengdir talsvert yfir 10 km, sennilega lengst 16-17 km. Held ég hafi aldrei farið lengra en það. Þrátt fyrir að ég hafi oft tekið skokk tímabil eftir það, þá áttaði ég mig á því í vor, þegar mér fannst ég vera tilbúin í lengri vegalengdir en 7-8 km, að ég hefði sennilega aldrei hlaupið lengra en 10 km síðan árið 1991. Í sumar hef ég hinsvegar verið að fikra mig áfram með lengri vegalengdir. Samtals hef ég fimm sinnum í sumar hlaupið lengra en 10km: í maí í Rovaniemi (12 km), í lok júní í hamingjuhlaupinu í Hólmavík (tæpir 12 km), í júlí á Akureyri (14 km) og Jökulsárhlaup (13 km).

Fimmta skiptið var síðan í dag, þegar ég skokkaði 15 km. Ég fór  mjög rólega, var talvert meira en tvo tíma á leiðinni, enda lá mér ekki neitt á. Var ein á ferð og fannst ég vera tilbúin í að sjá hvernig mér myndi líða með aðeins lengri vegalengd. Er aðeins byrjuð að gæla við hvort ég verði tilbúin að prófa hálft maraþon næsta sumar. Við sjáum til. Það fer eftir hvernig gengur að halda dampi í vetur og næsta vor.

Um Auður H Ingólfsdóttir

Audrey from Iceland
Þessi færsla var birt í Hlaup, Uncategorized og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Lengsta hlaup sumarsins

  1. stefangisla sagði:

    Mikið finnast mér þetta skemmtileg hlaupablogg. Hvet þig til að halda áfram þessum skrifum, enda þekki ég af eigin reynslu hvernig þau hjálpa manni að halda sínu striki á hlaupunum. Og svo grunar mig að svona skrif geti líka hjálpað öðrum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s